Við vinnum fyrir þig

Translate to

Afsláttur af hótelgistingu fyrir félagsmenn Bárunnar

Báran stéttarfélag hefur samið við Edduhótel og Fosshótel um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Hótelin gefa út gistimiða sem verða til sölu á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna. Edduhótelin eru opin yfir sumartímann og mörg Fosshótel eru opin allt árið. Félagsmenn geta því nú þegar komið á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna og keypt afsláttarmiða á Fosshótel. Gistimiðar á Edduhótel verða seldir frá og með 18. janúar nk.  Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna í síma 480-5000.

Fosshótel:

Verð á gistimiða er krónur 8.000,-. Miðinn gildir fyrir tveggja manna herbergi með baði, morgunverður innifalinn (tveir miðar í júní júlí og ágúst). Aukarúm kostar 5.000 krónur (1 barn undir 12 ára frítt í herbergi með foreldri/um).

Bóka má beint á hótelunum í gegnum síma. Einnig er tekið við bókunum á aðalskrifstofu Fosshótela í síma 562 4000. Ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvél á heimasíðu.


Hótelin sem eru opin í vetur eru:

Fosshótel Lind, Rauðarárstígur 18, 101 Reykjavík allt árið, sími 562 3350

Fosshótel Baron, Baronstígur 2, 101 Reykjavík allt árið, sími 562 3204

Fosshótel Reykholt, 320 Reykholt allt árið*, sími 435 1260

Fosshótel Húsavík, Ketilsbraut 22, 640 Húsavík allt árið*, sími 464 1220

Fosshótel Dalvík, Skíðabraut 18, 620 Dalvík allt árið**, sími 466 3395

Fosshótel Skaftafell, Freysnesi, 785 Öræfum allt árið*, sími 478 1945

Fosshótel Mosfell, Þrúðvangur 6, 850 Hella (01.06. – 31.08), sími 487 5828

Fosshótel Vatnajökull, Lindarbakka, 781 Hornafjörður (09.05. – 25.09), sími 478 2555

Fosshótel Laugar, 650 Laugar (01.06.- 19.08), sími 464 6300

*Opið í vetur, lokað frá 15. desember til byrjun janúar.

**Skert starfsemi yfir vetrartímann gæti hafist í lok október og staðið fram í ca. mars, það þýðir að betra er að hringja á þau hótel með góðum fyrirvara til að athuga hvað er í boði. Skert starfsemi getur þýtt að ekki er næturvakt á hótelinu og jafnvel að veitingar séu ekki í boði.

Edduhótel:

Verð á gistimiða er krónur kr. 8.450,-. Hver miði gildir fyrir tvo í gistingu í tveggja manna herbergi með handlaug í eina nótt. Ekki er innifalin morgunverður.

Greiðslumiðana má nota á öllum Edduhótelunum sem eru 12 hringinn í kring um landið. Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu. Hótelin bjóða gistingu ýmist í herbergjum með handlaug eða með baði og sum hvorutveggja. Á Edduhótelunum er boðið upp á fjölbreyttar veitingar.

Leyfilegt er að taka með sér 1-2 börn í herbergi án þess að greiða aukalega ef fólk hefur svefnpoka eða rúmföt. Við útvegum dýnu.

Sé gist í herbergi m/baði greiðist aukagjald kr. 7.000- á herbergi.

Sé gist í herbergi m/baði á Hótel Eddu Plus* greiðist aukagjald kr.10.100,-.

– Eins má greiða fyrir upgrate í hvort sem er herbergi með baði eða PLUS herbergi með 2 stk af miðum sem gilda fyrir herbergi með handlaug.

Hótel Edda Plus eru Hótel Edda, Akureyri, Stórutjörnum, Laugum í Sælingsdal og Vík. Þar eru herbergi með baði, sjónvarpi og síma.

Allar frekari upplýsingar um hótelin eru veittar í síma 444 4000 og edda@hoteledda.is

Upplýsingar um hótelin má einnig fá á heimasíðunni https://www.hoteledda.is/

 


Edduhótel:

Suðurland

Hótel Edda Skógar

Hótel Edda ML Laugarvatn

Hótel Edda Vík

Hótel Edda ÍKÍ Laugarvatn

Austurland

Hótel Edda Nesjum

Hótel Edda Neskaupstaður

Hótel Edda Egilsstaðir

Norðurland

Hótel Edda Stórutjarnir

Hótel Edda Akureyri

Hótel Edda Laugarbakki

Vestfirðir

Hótel Edda Ísafjörður

Hótel Edda Laugar í Sælingsdal