Við vinnum fyrir þig

Translate to

Almennt um verkfall

Verkfall, tímasetning:

 

30. apríl 2015 var allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.

6. maí 2015

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).

7. maí 2015

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).

19. maí 2015

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).

20. maí 2015

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).

26. maí 2015

Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.

Hverjir?

Allir félagar sem starfa á félagssvæði Bárunnar, taka laun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA og falla ekki undir sérkjarasamninga eru bundnir af niðurstöðu verkfalls. Ef þú ert í vafa hvort þú átt að taka þátt í atkvæðagreiðslu og hugsanlegum verkfallsaðgerðum hafðu þá endilega samband Báruna, stéttarfélag eða Starfsgreinasambandið.

Undanskyldir eru starfsmenn sem starfa eftir:

Kjarasamningi Bárunnar og fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs (starfsmenn ríkisstofnana)

Kjarasamningi Bárunnar og Launanefndar sveitarfélaga (starfsmenn sveitarfélaga)

Kjarasamningi Bárunnar og Bændasamtakana (landbúnaðarverkamenn)

Kjarasamningi Bárunnar og Landssambands smábátaeigenda

Kjarasamningi Bárunnar og Landsvirkjunar

Kjarasamningi Bárunnar og Sólheima ses

Kjarasamningi Bárunnar og Kumbaravogs