Almennur félagsfundur
Nú þarft þú að taka ákvörðun kæri félagi og láta að þér kveða.
Almennur félagsfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn
að Austurvegi 56 3. hæð mánudaginn 13. janúar kl. 18:00
Dagskrá:
1. Kynning á kjarasamningum sem undirritaðir voru þann 21. desember 2013.
2. Önnur mál.
Stórum spurningum þarf að svara. Hver er hagurinn í því að samþykkja samningana,
hvað gerist ef þeir verða felldir?
Eins og kunnugt er þá skrifaði formaður félagsins Halldóra Sigr. Sveinsdóttir ekki undir samninginn. Á fundinum mun Halldóra svara fyrir þessa ákvörðun sína.Forystu félagsins er nauðsynlegt að heyra í félagsmönnum og fá að vita þeirra afstöðu. Kæru félagar mætum öll og tökum ábyrgð á eigin málum. Kosningin um kjarasamninginn verður rafræn í gegnum heimasíðu félagsins.
Á næstu dögum verða send aðgangsorð og kjörgögn til þeirra sem greitt hafa til félagsins síðastliðna sex mánuði.
Einnig verður hægt að kjósa á skrifstofu félagsins. Skrifstofan er opinn frá 08:00-16:00.Fulltrúar félagsins eru tilbúnir til að mæta á vinnustaðafundi sé þess óskað.Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 480 5000.
Ýtarlegt kynningarefni er á heimsíðu félagsins. www.baran.is
f.h. samninganefndar Bárunnar, stéttarfélags,
Halldóra Sigr. Sveinsdóttir