Við vinnum fyrir þig

Translate to

Alþjóðlegur dagur verkalýðsins

Kæru félagar til hamingju með daginn, 1. maí alþjóðlegan dag verkalýðsins. Þessi dagur er hátíðisdagur og minnir mann alltaf á þessa baráttu sem þarf stöðugt að herja fyrir bættum kjörum.Síðustu misseri hafa verið undarlegir tímar í baráttunni. Fyrsti dagur í verkfalli í gær og framundan er mikil óvissa um áframhaldið. Félagsmenn Bárunnar standa vaktina af fullri alvöru og eru reiðubúnir á átök ef með þarf. Þegar verkfall skall á kl. 12:00 á hádegi í gær fóru verkfallsverðir af stað til þess að kanna stöðuna á fyrirtækjum. Almennt voru hlutirnir í lagi en þó einhverjir hnökrar hér og þar sem verður tekið á í næstu lotu. Þessi lota hefur verið nokkuð löng því mikil óánægja hefur verið með stöðuna síðan skrifað var undir kjarasamninga þann 21. des 2013. Það er mikill og góður stuðningur við okkar kröfur bæði hérlendis og erlendis. Krafan um 300 þúsund lágmarkslaun innan þriggja ára talar sínu máli og er bæði hógvær og réttlát. Mikilvægast er á svona tímum er samstaðan og samtakamátturinn. Félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags og starfsmenn eru óþreyttir til verka og sem formaður í félaginu er ég afar þakklát fyrir þennan góða hóp sem stendur sem ein heild þegar á reynir. Ég vona að sem flestir sjái sér fært að halda daginn hátíðlegan með okkar.


Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags.