Við vinnum fyrir þig

Translate to

50 stöðugildi burt úr Sveitarfélaginu Árborg og fólk er flutt hreppaflutningum.

Ályktun vegna dvalar og hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs Stokkseyri. 50 stöðugildi burt úr Sveitarfélaginu Árborg og fólk er flutt hreppaflutningum. 

Stjórn Bárunnar harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi hjúkrunarheimilið á Kumbaravogi. Virðingarleysið við heimilisfólkið er takmarkalaust og er það flutt án nokkurs fyrirvara til dvalar á öðrum stöðum. Í ljósi stöðunnar hlýtur að vera forgangsverkefni að flýta nýrri byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg og skorar stjórn félagsins á stjórnvöld að öryggi þeirra  sem þurfa á þessari þjónustu að halda verði tryggt svo sómi verði að.

Einnig er það er alvarleg staða þegar einn af stærri vinnustöðum í sveitarfélaginu lokar og 50 manns missa vinnuna í einu vetfangi. Það eru 50 störf sem tapast í umönnun aldraðra, meirhlutinn  konur. Mikil óvissa ríkir um starfslok þeirra starfsmanna sem starfa á Kumbaravogi. Stjórn Bárunnar, stéttarfélags hvetur viðkomandi aðila sem bera ábyrgð á starfslokum og velferð starfsmanna að þeim verði sómi sýndur og farið eftir þeim reglum sem gilda á vinnumarkaði.

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags hvetur yfirvöld í Árborg að leita allra leiða til þess að tryggja ný störf í sveitarfélaginu í stað þeirra sem þarna hafa tapast.

 

Selfossi 24.01 2017

f.h. stjórn Bárunnar, stéttarfélags

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður.