Annað myndband, áminning um að kjósa!
Hér kemur áminning um að kjósa í atkvæðagreiðslunni. Það er mikilvægt að fá sem mesta þátttöku í þessari lotu. Meðan atvinnurekendur móast við að setjast niður með okkur og finna ásættanlega lausn þá er ekkert annað í stöðunni en að boða vinnustöðvun til að þrýsta á um viðræður. Þetta skilningsleysi og þessi lítilsverðing forsvarsmanna atvinnulífsins er á góðri leið með að valda miklum skaða og rétt að leggja ábyrgðina þar sem hún á heima.