Við vinnum fyrir þig

Translate to

ASÍ 95 ára

Alþýðusamband Íslands varð 95 ára laugardaginn, 12. mars. Það er ljóst að margir mikilsverðir sigrar hafa unnist í baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir bættum kjörum og betra lífi á tæpri öld. Vökulögin, vinnulöggjöfin, lífeyrissjóðir, sjúkrasjóðir, atvinnuleysistryggingar og húsnæðismálin eru dæmi um þetta. Það er ljóst að margt væri með öðurm hætti í okkar þjóðfélagi ef baráttu verkalýðshreyfingarinnar hefði ekki notið við. Þessa er hollt að minnast á merkum tímamótum.

Síðar á árinu verður gefin út á bók saga Alþýðusambands Íslands frá 1916 til vorra dag. Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur ritar bókina.

Tekið af heimasíðu ASÍ.