ASÍ gerir fræðslumyndbönd um vinnumarkaðinn
ASÍ hefur framleitt sex stutt fræðslumyndbönd, einkum ætluð ungu fólki, um vinnumarkaðinn. Þarna er m.a. fjallað um jafnaðarkaup, orlof, veikindi og starfslok.
Sjón er sögu ríkari, myndböndin má sjá á heimasíðu ASÍ og Youtube.