Við vinnum fyrir þig

Translate to

ASÍ þingi lokið

Þriggja daga þingi Alþýðusambands lauk í dag. Ragnar Þór Ingólfsson þingfulltrúi úr VR bauð sig fram gegn Gylfa Arnbjörnssyni sitjandi forseta. Gylfi hlaut 69,8% atkvæða en Ragnar Þór 30,2%. Gylfi Arnbjörnsson er því réttkjörinn forseti ASÍ til ársins 2014 en hann var fyrst kjörinn í embættið í október árið 2008.  Páll Líndal þingfulltrúi bauð sig fram gegn sitjandi varforseta Signýju Jóhannesdóttur.  Signý hlaut  59,5% en Páll 40,5%.  Á þinginu voru til umfjöllunar mörg mál varðandi stefnumörkun Alþýðusambandsins.  Ályktanir um kjaramál, Evrópumál, atvinnumál, húsnæðismál og lífeyrismál sem  samþykktar voru þinginu eftir undangengna hópa- og nefndarvinnu má nálgast á heimasíðu ASÍ.