Við vinnum fyrir þig

Translate to

ASÍ-UNG þing í september

Fyrsta þing ASÍ-UNG, eftir stofnþingið í maí 2011, verður haldið föstudaginn 14. september. Helsta umfjöllunarefni þingsins eru húsnæðismál ungs fólks en mjög hefur þrengt að möguleikum ungs fólks til kaupa á sinni fyrstu íbúð eftir hrunið 2008. Má færa fyrir því rök að staða ungs fólks til íbúðarkaupa hafi ekki verið þrengri í áratugi. Á þinginu verður einnig fjallað um leigumarkaðinn og það óöryggi og háa verð sem leigjendur þurfa að búa við.

Öll aðildarfélögin 51 innan ASÍ eiga rétt á að senda fulltrúa á þingið sem er ætlað ungu fólki á aldrinum 18 – 35 ára. Báran, stéttarfélag hefuróskað eftir tilnefningum frá félagsmönnum vegna fulltrúa á þing ASÍ UNG.

Nánari upplýsingar um þingið má sjá hér.

Tekið af heimasíðu ASÍ