Við vinnum fyrir þig

Translate to

ATKVÆÐAGREIÐSLA Í FULLUM GANGI – GRÍÐARLEGUR MEÐBYR

Þessa dagana stendur yfir atkvæðakvæðagreiðsla vegna verkfallsboðunar 16 félaga innan Starfsgreinasambandsins, en í henni munu ríflega 10.000 manns, þ.e. verkafólk utan höfuðborgarsvæðisins, taka afstöðu til hvort boðað verði til viðamikilla verkfallsaðgerða frá og með 10. apríl næstkomandi til að þrýsta á atvinnurekendur að mæta sanngjörnum launakröfum sambandsins. Það er því ekki ljóst ennþá hvort til verkfalls kemur, en það bendir aftur á móti margt til þess og sá mikli stuðningur sem SGS og aðildarfélög þess hafa fundið fyrir að undanförnu styðja það. Fjöldi fólks hefur haft samband símleiðis eða í tölvupósti til að lýsa yfir stuðningi sínum og hvatningu og  jafnframt hefur fjöldi atvinnurekanda haft samband og óskað eftir að gera samninga við sitt starfsfólk um 300.000 króna lágmarkslaun. Slíkum óskum er beint til Samtaka atvinnulífsins og eðlilegt að fyrirtæki sem eru í þeim samtökum þrýsti á um að allsherjarsamningar séu endurnýjaðir.

Félögin 16 hafa að undanförnu haldið fjölda fjölmenna félags- og samstöðufundi á sínum félagssvæðum til að fara yfir stöðu mála og stappa stálinu í sitt fólk. Til að mynda hélt Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur fjölmennan samstöðufund í gærkvöldi þar sem yfir helmingur félagsmanna mætti! Þá mættu á annað hundrað félagsmenn á fundi á tvo félagsfundi sem Eining-Iðja hélt í Hrísey og á Dalvík í fyrradag. Sérstaklega var mætingin góð á Dalvík og muna elstu menn ekki eftir slíkri mætingu á félagsfund í bænum.

SGS vill nota tækifærið og þakka þann góða meðbyr og hvatningu sem sambandið og félög þess hafa fengið. Sameinuð berjumst við og segjum  við verkfalli!

Tekið af heimasíðu SGS