Við vinnum fyrir þig

Translate to

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning ASÍ við SA hefst næstkomandi þriðjudag (16. febrúar).  kl. 8.00  og lýkur kl. 12.00 á hádegi þann 24. febrúar.

Það eina sem þú þarft að gera til að greiða atkvæði er að ýta á grænu myndina af kjörkassa sem finna má hægra megin á heimsíðunni. Þar þarf að setja inn lykilorð sem fylgja með kynningargögnum um samninginn og atkvæðagreiðsluna sem ASÍ sendir frá sér á morgun mánudaginn 15. febrúar.

Þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kíkt á skrifstofur félagsins og fengið aðgang að viðeigandi tækjabúnaði og aðstoð ef með þarf.

Sýnum samstöðu og greiðum atkvæði!

Upplýsingar um kjarasamninginn

m_asi-atkvaedagreidsla