Átt þú eftir að kjósa? – Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan samning við ríkið
Báran, stéttarfélag vill minna félagsmenn á að atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við ríkið lýkur á miðnætti fimmtudaginn 29. október. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar daginn eftir. Atkvæðagreiðslan er með rafrænum hætti og eru allir félagsmenn sem starfa eftir samningi SGS við ríkið á kjörskrá. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofu félagsins.
Til að greiða atkvæði fara félagsmenn inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins (www.sgs.is) og smella á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorð sem hann fær sent í pósti. Allir kosningabærir félagsmenn fengu sendan kynningarbækling í pósti í tengslum við atkvæðagreiðsluna, en bæklingurinn inniheldur m.a. lykilorð viðkomandi.