Við vinnum fyrir þig

Translate to

Aukið framlag í styrki úr sjúkrasjóði Bárunnar

Á aðalfundi Bárunnar, stéttarfélags  var samþykkt tillaga um auka framlag í styrki úr sjúkrasjóði félagsins. Eftirfarandi breytingar á reglum sjúkrasjóðs voru samþykktar:

Liður 2. Hækkun á styrk vegna viðtalsmeðferðar í  kr.  6.000 (var  5.000)

Liður 9. Hækkun á líkamsræktarstyrk í kr. 30.000 (var  25.000)

Liður 5. Hækkun styrk v/NLFÍ Hveragerði  í kr. 60.000 (var 35.000)

Liður 11.Tæknisæðing í  kr. 28.500 (var 15.000)

Liður 14.Hækkun tannlæknastyrks í kr. 10.000 (var 7.000 )

Liður. 3 Krabbameinsskoðun kvenna hækkar í kr.  8.800 (var 6.500)

Nýtt í reglugerð sjúkrasjóðs er fæðingarstyrkur  kr. 60.000  er bundinn því að félagsmaður þurfi að hafa greitt félagsgjöld samfleytt síðastliðin  tvö ár, þegar sótt er um.

Breytingarnar taka gildi  þann 1. júní 2016. (og miðast við nótur/kvittanir dags. frá 1.júní 2016)