Við vinnum fyrir þig

Translate to

Umsóknafrestur í nýjar leiguíbúðir Bjarg íbúðarfélags

Umsóknafrestur í nýjar leiguíbúðir Bjarg íbúðarfélags á Selfossi rennur út 15. Febrúar

Framkvæmdir eru hafnar við tveggja hæða hús Bjargs á Selfossi. Íbúðirnar eru í tveimur húsum sem eru tvær hæðir auk sameiginlegrar frístandandi hjólageymslu.

Gældýrahald er leyft í hluta íbúðanna og merkja þarf sérstaklega við í umsókn ef óskað er eftir íbúð sem heimilar gæludýrahald, sjá reglur Bjargs um gæludýrahald.

Sjá nánar um afhendingu og skil á umsóknum hér

Upphaf leigu er á tveimur tímasetningum, 15. júní 2021 og 15. október 2021. Hér má sjá Heiðarstekk á korti.

Úthlutun orlofshúsa fyrir sumarið 2021

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins í Grýluhrauni 9, við Þverlág 2 á Flúðum, Borgarbyggð 12 í Svignaskarði (skiptibústaður), í Kiðárskógi 1 í Húsafelli (skiptibústaður) og íbúð á Akureyri (Ásatún 12) til leigu sumarið 2021 fyrir félagsmenn.

Auglýstur umsóknartími er frá 11. febrúar til 3. mars nk.

Sótt er um á Orlofssíðu Bárunnar, hægt er að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800 Selfoss eða í síma 480 5000.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 5. mars nk.

Öllum umsóknum verður svarað.

Greiðslufrestur er til 11. mars eftir að úthlutað verður.

Verð á vikudvöl í bústöðunum er 20.000 kr. og fyrir íbúð á Akureyri 22.000 kr.

Vikuleigan á Flúðum, Grýluhrauni og Svignaskarði er frá föstudegi til föstudags.

Vikuleigan á Akureyri og Húsafelli er frá miðvikudegi til miðvikudags.

Íbúðin í Sóltúni 28, Reykjavík, verður ekki úthlutað heldur verður hún í sveigjanlegri leigu eins ávallt.
Báran, stéttarfélag

Tímabilin eru: Þverlág 2, Grýluhrauni 9, Borgarbyggð 12 – frá 28.05.2021 – 27.08.2021.

Akureyri, Kiðárskógi 1 – frá 02.06.2021 – 01.09.2021.

Íbúðin í Sóltúni 28, Reykjavík, verður ekki úthlutað heldur verður hún í sveigjanlegri leigu eins ávallt.