Við vinnum fyrir þig

Translate to

Upplýsingar um laun og réttindi í COVID

English below Po polsku poniżej   Er skylda að vera í einangrun með Covid smit? Tilmæli sóttvarnaryfirvalda eru þau að þeir sem nú greinast með COVID-19  og eru með öndunarfæraeinkenni og hita dvelji í einangrun í 5 daga sjá leiðbeiningar um einangrun. Þeir sem greinast en eru einkennalausir eru beðnir um að fara eftir leiðbeiningum um smitgát. …

Drífa Snædal ávarpaði þing ETUC

Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði í dag þing ETUC (Evrópusamband verkalýðsfélaga) sem haldið er í Lissabon í Portúgal. Hún gerði endurreisnina eftir Covid faraldurinn að umtalsefni í ræðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Önnur umræðuefni á þinginu hafa snúist um lágmarkslaun í Evrópu, stöðu verkalýðshreyfingarinnar í álfunni og fækkun þeirra sem taka …

Ísland á toppnum á heimslista lífeyriskerfa

Ísland hafnar í efsta sæti í alþjóðlegum samanburði bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Mercer og samtakanna CFA Institute á lífeyriskerfum 43 ríkja víða um heim. Á þessum samanburðalista er ekki aðeins fjallað um styrkleika kerfanna heldur einnig bent á veikleika þeirra og hvernig mætti ná enn betri árangri. Þegar lífeyriskerfin í löndunum 43 voru borin saman var einkum …

Minnir á sögu verkalýðshreyfingarinnar í samhengi við atburði síðustu vikna

Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands skrifar: Síðustu dagar hafa verið undarlegir fyrir þá sem starfa í verkalýðshreyfingunni. Formaður og framkvæmdastjóri eins stærsta félags í ASÍ, stærsta félags í SGS sem er landssamband almennra félaga verkafólks, hafa sagt af sér. Þau bera starfsfólk félagsins þungum sökum, tala og skrifa um ofbeldismenningu, mannorðsmorð og þeim hafi verið …

Pistill framkvæmdastjóra SGS

Hugsjónafólk í starfi Undanfarin tæplega 3 ár hef ég verið svo gæfusamur að starfa hjá Starfsgreinasambandinu. Á þeim tíma hefur verið gengið frá aðalkjarasamningi á almennum vinnumarkaði, kjarasamning við Ríkið og samtök sveitarfélaga og sérkjarasamningum. SGS hefur einnig haldið þing sitt á þessum árum, fræðsludaga starfsfólks og fleira svo fátt eitt sé nefnt af verkefnunum. …

Verð á lausasölulyfjum og öðrum vörum í apótekum lægst hjá Costco og Lyfjaveri

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á lausasölulyfjum og ýmsum öðrum vörum sem seldar eru í apótekum, þriðjudaginn 2. nóvember. Verð var kannað í öllum apótekum á landinu eða 26 útibúum. Borgarapótek í Borgartúni var eina apótekið sem neitaði þátttöku í könnuninni. Costco var oftast með lægsta verðið í könnuninni, á 53 vörum af þeim 149 sem …

Fréttabréf Bárunar

Stytting vinnuvikunar, orlofsuppbót, félagsmannasjóður og fleira Kæri félagi Samið var um styttingu vinnuvikunnar í síðustu kjarasamningum hjá ríki og sveitarfélögum. Í dagvinnu tók nýtt fyrirkomulag gildi 1. janúar sl, og í vaktavinnu 1. maí á þessu ári. Ferli innleiðingarinnar hefur gengið nokkuð vel hjá starfsmönnum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ekki hafa öll sveitarfélög skilað inn niðurstöðum …

Bíllyklar Fundnir

Kæru Félagsmenn, Við þrif á bústað Bárunnar í Grýluhrauni fannst lyklakippa með bíllyklum og einum litlum lykli á. Ef einhver hefur átt í erfiðleikum með að komast heim eftir dvöl í Grýluhrauni má hann endilega hafa samband við okkur í síma 480-5000 eða senda póst á baran@baran.is. Taka þarf fram gerð bíls og kunna einhver …

Pistill forseta ASÍ

Bakslag í öryggismálum sjómanna Enn eru menn sem voru í áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni að glíma við eftirköst covid-veikindanna sem komu upp um borð. Skipstjórinn lagði heilsu áhafnarinnar í hættu með því að halda áfram veiðiferð þrátt fyrir smit meðal áhafnarinnar. Enn er of snemmt að segja hvort einstaka sjómenn nái sér að fullu en …

Áskorun til HSu frá fjórum stéttarfélögum

Enn og aftur eru það starfsmenn í ræstingu og nú einnig í þvottahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem verða fyrir barðinu á uppsögnum vegna „hagræðingar“. Afl starfsgreinafélag, Báran, stéttarfélag,  Drífandi stéttarfélag og Verkalýðsfélag Suðurlands mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum á ræstingafólki og starfsmönnum í þvottahúsi hjá HSU. Réttindi og kjör þeirra starfsmanna sem munu verða ráðnir í þessi …