Báran felldi samningana
Niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags um kjarasamningana sem undirritaðir voru af samninganefndum ASÍ og SA þ. 21. desember sl.
Niðurstaðan er sem hér segir:
Á kjörskrá voru 1544
Alls greiddu 176 félagsmenn atkvæði eða 11,40%.
Já sögðu 53 eða alls 30%
Nei sögðu 118 eða alls 67%
5 skiluðu auðu eða alls 3%.
Samningurinn er því felldur.
Niðurstöðu í öðrum félögum má sjá hér, á heimasíðu ASÍ
https://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-4016