Báran, stéttarfélag – nýr starfsmaður
Hjalti Tómasson hefur verið ráðinn tímabundið hjá Bárunni, stéttarfélagi. Hann mun meðal annars vinna að verkefnum sem snúa að trúnaðarmönnum, vinnustaðakynningum og aðstoða eftirlitsfulltrúa með vinnustaðaskírteinum. Hjalti er boðinn velkominn til starfa hjá Bárunni.