Við vinnum fyrir þig

Translate to

Báran, stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands boða samninganefndir til fundar miðvikdaginn 11. janúar nk.

Nú er komið að því að setjast þurfi niður og fara yfir stöðuna á kjarasamningum. Endurskoðun skal, samkvæmt samningnum, lokið 20. janúar 2012 og þarf þá að liggja fyrir ákvörðun um hvort samningurinn standi eða verði sagt upp.

Formannafundur ASÍ var haldinn í gær og var niðurstaða fundarins sú að formenn könnuðu baklandið í sínum félögum áður en endanleg ákvörðun yrði tekin.

Báran, stéttarfélag og Verslunarmannfélag Suðurlands boða samninganefndir sínar til fundar þar sem þessi mál verða rædd.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ mun mæta til fundarins og fara yfir forsendur, efndir og vanefndir.


Fundurinn verður miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi kl. 19:00 í húsnæði stéttarfélaganna að Austurvegi 56, 3. hæð