Báran til sáttasemjara
Ríkissáttarsemjari boðaði í fyrradag á fund sinn samninganefndir þeirra félaga SGS sem felldu kjarasamninga.
Fulltrúar Bárunnar, stéttafélags mættu á fund Ríkissáttasemjara í gær.
Á fundinn mættu einnig framkvæmdarstjóri og aðstoðarframkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins.
Fundurinn var fyrst og fremst boðaður til að þreifa á aðilum og fá útskýringar á viðbrögðum í kjölfar þess að kjarasamningar voru felldir með meirihluta atkvæða í síðustu viku.
Ekki hefur verið boðaður annar fundur en þreufingar halda áfram.