Við vinnum fyrir þig

Translate to

Betra aðgengi fyrir hreyfihamlaða á baðherbergi og nýtt sjónvarp, í orlofsíbúð okkar á Akureyri.

Starfsmenn okkar fóru nú á dögunum í íbúð okkar á Akureyri og fínpússuðu hana fyrir sumarútleiguna. Byrjað var á því að mála íbúðina.

Mikilvægt er að hafa bústaði okkar og íbúðir eins aðgengilegar og hægt er fyrir hreyfihamlaða. Við höfum verið að bæta úr því að undanförnu.

Allar okkar eignir eru á 1. hæð nema íbúð okkar í Sóltúni Rvk en þar er lyfta og bílastæðakjallari. Í báðum íbúðum okkar er rafmagns hægindastóll sem bókstaflega lyftir manni uppúr honum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo fengum við hann Kristján hjá FIXA.is til að koma og setja upp arma meðfram klósettinu. Þá eru komnir armar í öll okkar orlofshús. Að auki var sett upp handfang í sturtu og keyptur sturtukollur en að auki voru keyptir slíkir kollar í hin orlofshúsin okkar og búið að setja upp í þeim húsum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann einnig boraði upp festingar fyrir nýju  SNJALL sjónvarpi, 65″ Philips ( android ) en hægt er að nota eigin símaáskrift ( net) til að tengja net í sjónvarpið og þannig hafa valmöguleika á að  horfa á uppáhalds efnið sitt í uppáhalds öppunum, hvort sem það er t.d. Youtube, PLEX, Netflix, KODI eða Stöð 2 appið. Einnig er hægt að spegla símann eða spjaldtölvu uppá skjáinn. En auðvitað er hægt að horfa á Rúv í sjónvarpinu án þess að notast við net. Dvd spilari er einnig á staðnum (vinsamlegast ekki aftengja hann sjónvarpinu).

Keyptur var nýr skenkur þar sem gamli hafði brotnað. Einnig var bætt við bollum, kertastjökum með batterískertum og öðrum fallegum smáhlutum sem gera íbúðina enn heimilislegri.


Þá var bætt við dóti í barnaherbergið , td badminton spöðum, Botcha, ísboltadóti, Mikadó, fiskaveiðispili, turnabyggingarefni, bolta ásamt fleira skemmtilegu dóti og viljum við biðja félagsmenn um að passa uppá þetta dót.