Boðað til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Bárunnar
Ákveðið hefur verið að halda kjarafund í trúnaðarmannaráði / samninganefnd Bárunnar, stéttarfélags á Austurvegi 56 3. hæð þriðjudaginn 10. september kl. 12:00.
Fundarefni verður niðurstaða kjarakönnunar félagsins. Sendar hafa verið út ca. 1500 kannanir. Farið verður yfir þær niðurstöður sem liggja fyrir og kröfugerð félagsins fyrir komandi kjarasamninga verður að liggja fyrir í lok dags. Trúnaðarmenn hafa heimild til að taka einn með sér af vinnustaðnum. Boðið verður upp á kjötsúpu í byrjun fundar. Við hvetjum trúnaðarmenn til að skrá sig í síma 480-5000 eða á netfangið baran@baran.is.