Breytingar á kauptöxtum
Þann 1. febrúar næstkomandi koma til framkvæmda nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum eftir samningi SGS og SA. Þessir kauptaxtar gilda frá 1. febrúar 2013 til og með 30. nóvember 2013. Launataxtar hækka um kr. 11.000 og almenn laun um 3,25% auk þess sem reiknitölur og föst álög hækka um 3,25%, en þó ekki lægra en 9 kr. Þessar hækkanir þýða að lágmarkstekjur fyrir fullt starf (fullar 173,33 unnar stundir á mánuði/40 stundir á viku) hækka um 11.000 kr. og verða 204.000 kr.