Búið er að opna fyrir umsóknir í Orlofshús Bárunnar fyrir sumarið 2019
Báran auglýsir orlofshús félagsins í Grýluhrauni 9, við Þverlág 2 og 6 , í Svignaskarði (skiptibústaður), í Kiðárskógi 1 í Húsafelli (skiptibústaður) og íbúð á Akureyri – Ásatún 12, til leigu sumarið 2019 fyrir félagsmenn.
Umsóknafrestur er frá 6. mars til 27. mars nk. Hægt er að sækja um á Orlofsíðu Bárunnar, einnig verður hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins við Austurvegi 56, 800 Selfoss eða í síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480 5000. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 29. mars nk.
Úthlutunar reglur varðandi orlofshúsin.
Sá sem á flesta punkta hverju sinni fær úthlutað vikuna sem óskað var eftir.
Félagsmenn verða að skrá sig inn á Orlofsvef Bárunnar með ræfrænum skilríkjum eða Íslykil til að sækja um.
Verð á vikudvöl í bústöðum er 20.000 kr. og á Akureyri 22.000 kr.
Vikan í bústöðum er frá föstudegi til föstudags.
Vikan á Akureyri er frá miðvikudegi til miðvikudags.
Tímabilin eru : Grýluhrauni 9. og Þverlág 2. – Frá 31. maí – 31. Ágúst.
Akureyri – frá 29. maí til 4. september
Svignaskarð – 31. maí – 31. ágúst
Í Kiðárskógi Húsafelli – 14. júní – 13. september– aðra hverja viku.
Vikurnar sem um ræðir í Kiðárskógi eru : 14.-21. júní. / 28. júní.– 5. júlí / 12. – 19. júlí / 26. júlí. – 2. ágúst / 9. – 16. ágúst / 23. ágúst – 30. ágúst / 6. – 13. september.
Vikurnar sem um ræðir í Þverlág 6. eru: 31. maí – 7. júní / 7.-14. júní / 21.-28. júní / 5. -12. júlí / 19.-26. júlí / 2. – 9. ágúst / 16. – 23. ágúst / 30. ágúst – 6. september
Íbúðin í Sóltúni 28, Rvk. verður ekki úthlutað heldur verður hún í sveigjanlegri leigu eins og hingað til. Hægt er að leigja hana til 13. september.
Greiðslufrestur er 2 vikur eftir að úthlutað verður.
Öllum umsóknum verður svarað.
Punktasöfnun hjá Bárunni:
Einn punktur safnast í hverjum mánuði þegar greidd eru félagsgjöld óháð launaupphæð, punktar safnast upp með árunum og fyrnast ekki.
Engir punktar eru teknir af félagsmönnum þegar leigt er bústað að vetri til.
24 punktar eru teknir yfir páskavikuna.
24 punktar eru teknir frá fyrstu 3 vikurnar í júní og svo aftur vikurnar eftir verslunarmannahelgina til endann ágúst og fram í september þar sem vikuleiga er.
36 punktar eru teknir frá síðustu vikuna í júní og fram yfir verslunarmannahelgina alls 6 vikur að jafnaði.
Þú getur sótt um hér 😎 https://orlof.is/baran/site/rent/rent_list.php
Báran, stéttarfélag
Austurvegi 56, 800 Selfoss – sími 480 5000 – baran@baran.is