Við vinnum fyrir þig

Translate to

Bullandi ágreiningur um ákvörðun innanríkisráðherra í fangelsismálum

Á fundi stéttarfélaganna með þingmönnum Suðurkjördæmis sem haldinn var á Eyrarbakka þann 28. sl. kom sterkt fram í máli þeirra að ákvörðun Ögmundar Jónassonar félli í grýttan jarðveg sunnlendinga. Þingmenn töldu ákvörðun ráðherrans ekki eiga sér lagaheimild og eins og einn þingmaðurinn orðaði það „hættum þessu Hólmsheiðarbulli og byggjum við á Litla Hrauni“.

Krafa frá stéttarfélögunum til þingmanna um samstöðu í atvinnumálum.

Stéttarfélögin á Suðurlandi voru að kalla eftir sameiginlegri stefnumótun þingmanna í atvinnumálum kjördæmisins . Töldu þingmenn að erfitt væri að vera með þverpólitíska stefnu í atvnnumálum og báðust undan því.

Þingmenn sögðust treysta sér til að sameinast um einstaka mál eins og viðbyggingu við Litla Hraun, að standa vörð um Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Suðurlandsveg. Þingmenn hétu fundarmönnum því að beita sameiginlegum slagkrafti til þessara mála. Miklar umræður urðu um heildarstefnu í atvinnumálum, lélegu aðgengi að fjármagni og atvinnuleysi.

Að lokum kölluðu fundarmenn eftir stórskipahöfn í Þorlákshöfn, virkjunum samkvæmt rammaáætlun og mikil áhversla lögð á að raforkan nýtist í heimabyggð.

Eins og einn þingmaðurinn orðaði það „tími kjördæmispotara er ekki liðinn“ vonandi spyrnir það við þeirri þróun að þjónusta og uppbygging fari á höfuðborgarsvæðið.