Við vinnum fyrir þig

Translate to

Bunki af ályktunum sendur þingmönnum

Í aðdraganda endurskoðunar kjarasamninga sem fram fór þann 20. janúar sendi fjöldi sambanda og félaga innan ASÍ frá sér ályktanir þar sem vanefndir ríkisstjórnarinnar voru harðlega gagnrýndar. Á formannafundi 19. janúar kom fram sá vilji fundarmanna að öllum alþingismönnum þjóðarinnar yrðu sendar þessar ályktanir. Það hefur nú verið gert og bárust þær þingmönnum í gær undir yfirskriftinni Pacta Sunt Servanda (Samningar skulu standa).

Meðfylgjandi bréf frá forseta ASÍ fylgdi ályktunum.


Hér má lesa ályktanirnar 18
sem sendar voru öllum alþingismönnum þjóðarinnar í gær.

Tekið af heimasíðu ASÍ