Desemberuppbót 2017
Nú styttist í að vinnuveitendur greiði starfsfólki desemberuppbót fyrir árið 2017. Uppbótin á að greiðast eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þeir sem eiga rétt á uppbótinni þurfa að hafa verið í samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember skv. kjarasamningum félagsins á almennum vinnumarkaði.
Aðrar reglur gilda skv. Kjarasamningi SGS við fjármálaráðherra. En þar segir að starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda desemberuppót 1. desember hvert ár miðað við fullt starf á tímabilinu 1. janúar til 31. október. Starfsmaður sem látið hefur af starfi en hefur starfað í amk 13 vikur á árinu skal fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfhlutfall.
Skv. Kjarasamningi SGS við Launanefnd sveitarfélaga segir að greiða eigi uppbótina þann 1. desember ár hvert miðað við starfstíma og starfshlutfall. Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda desemberuppót miðað við starfstíma og starfshlutfall.