Desemberuppbót 2023
Desemberuppbót er eingreiðsla sem ber að greiða samkvæmt kjarasamningum. Upphæðin ákvarðast af strafstíma og starfshlutfalli. Uppbótin greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun.
Við hvetjum félagsmenn okkar til að fylgjast með hvort desemberuppbótin verði greidd. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert.
Desemberuppbót 2023 er:
Almenni samningur milli SGS og SA – 103.000kr
Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS – 103.000kr
Samningur SGS og launanefndar sveitarfélaga – 131.000kr
Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélags – 103.000kr
Kjarasamningur milli Bárunnar, stéttarfélags og Skaftholts – 131.000kr
Vinnustaðarsamningur Mjólkurbús Flóamanna – 103.000kr
Bændasamtök Íslands og SGS – 103.000kr
Landsamband smábátaeigenda og SGS – 103.000kr
Landsvirkjun og SGS – 149.400kr
Kjarasamningur SGS og NPS miðstöðvarinnar – 103.000kr