Við vinnum fyrir þig

Translate to

Eingreiðsla frá sveitarfélagi vegna seinkunar á kjarasamningi.

Í október 2019 fengu félagsmenn sem vinna fyrir sveitafélag inná greiðslu að upphæð 125.000 fyrir tímabilið 1. apríl 2019 til 30. september 2019 miðað við fullt starf. Greitt var hlutfallslega fyrir hlutastörf.

Þann 1. febrúar áttu allir sem starfa fyrir sveitafélag að fá 70.000 til viðbótar fyrir tímabilið 1. ágúst – 31. desember 2019 miðað við  fullt starf. Greiða átti hlutfallslega fyrir hlutastörf.

Hafir þú ekki fengið þessar greiðslur að fullu eða að hluta hafir þú verið í hlutastarfi, þá vinsamlegast hafðu samband við þitt sveitarfélag og fáðu leiðréttingu, jafnvel þó þú sért hætt/ hættur að vinna fyrir sveitafélagið.

Sumarstarfsmenn eiga einnig rétt á þessari greiðslu að hluta.

Hér eru fleiri atriði úr nýja kjarasamninginum sem vert er að hafa í huga https://www.sgs.is/kjaramal/kjarasamningar/kjarasamningur-vid-sveitarfelogin-2020/