Við vinnum fyrir þig

Translate to

Eingreiðsla og álag á orlofsuppbót

Rétt er að vekja athygli á að 50.000,- eingreiðsla samkvæmt nýjum kjarasamning skal koma til greiðslu núna um næstu mánaðarmót, þ.e. eigi síðar en 1. júní 2011. 

Orlofsuppbót kr. 26.900,- greiðist 1. júní. Álag á orlofsuppbót kr. 10.000,- greiðist einnig 1. júní.

Í samningnum segir orðrétt:

Eingreiðsla í júní kr. 50.000 fyrir starfsmann í fullu starfi í mánuðunum mars, apríl, maí.

Starfsmenn sem létu af störfum í apríl eða eru í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í í mars og apríl.

Starfsmenn sem hófu störf í mars, apríl eða fyrir 5. maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í þessum mánuðum.

Rétt er einnig að benda á að viðmiðunartíminn eru fyrrgreindir mánuðir.

Starfsmaður sem hefur störf eftir 6. maí á ekki rétt á eingreiðslu eða álagi á orlofsuppbót.

Dæmi:
Starfsmaður sem hefur störf 15. apríl og er í starfi til a.m.k. loka maí fær þannig greiddar kr.25.127,-
(50.000/3= 16.666,66/21,67×11= 8.460,- +16.666,66= 25.127)

Starfsmaður hefur störf 5. maí og er í starfi til a.m.k. loka maí fær greiddar kr. 14.613,-
(50.000/3= 16.666,66/21,67×19= 14.613,-)