Við vinnum fyrir þig

Translate to

,,Eins og við séum ósýnileg“

,,Stundum er komið fram við okkur eins og við séum ósýnileg,“ sögðu ræstitæknar sem rætt var við í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Starfsgreinasamband Íslands stóð fyrir málstofu í síðustu viku um ræstingar.  Fulltrúar Bárunnar á ráðstefnunni voru Kristrún Agnarsdóttir þjónustustjóri hjá ISS og Jóhanna Guðmundsdóttir ræstitæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þær segja lág laun og virðingarleysi gallana við ræstingarvinnuna. Kostirnir séu þó þeir hversu sveigjanlegt starfið getur verið og það sé líka mikilvægt. Þær benda á að fáar stofnanir og fyrirtæki gætu starfað án ræstitækna.

Viðtalið er hægt að nálgast hér.