Ekki heimilt að slíta ráðningarsamningum bótalaust með vísan til reglna um force majeure
COVID-19 faraldurinn og ráðstafanir stjórnvalda vegna hans geta haft veruleg áhrif á efndir samninga, þar með talið ráðningarsamninga. En eru áhrifin slík að launagreiðandi geti sagt sig fyrirvaralaust og án bóta frá efndum á ráðningarsamningi við starfsmann sinn á grundvelli reglna um force majeure (óviðráðanlegir atburðir) þar sem ekki sé lengur þörf fyrir vinnuframlag hans?