Eljan
Fréttablað Verslunarmannafélags Suðurlands og Bárunnar, stéttarfélags er komið út. Meðal efnis í blaðinu er grein um álag í starfi. Félagsmenn stéttarfélaganna kvarta oftar en áður undan auknum kröfum atvinnurekenda um aukin afköst í daglegu starfi og spurning hver hagnaðurinn verði þegar upp er staðið. Einnig er viðtal við Lovísu Guðnadóttur um reynslu hennar af starfsemi Virk, starfsendurhæfingu og Davíð Jóhannesson vinnuvélastjóra um stöðu og framtíð verkalýðshreyfingarinnar.