Eljan
Eljan er komin út og í þessu fyrsta tölublaði ársins er víða komið við. Árlega berast margar ábendingar um brot á kjarasamningum starfsfólks í ferðaþjónustu og þá sérstaklega yfir sumartímann. Í blaðinu eru leiðbeiningar til sumarstarfsmanna þar sem farið er yfir algeng kjarasamningsbrot. Einnig eru þrjár greinar um símenntunarmál á Suðurlandi. Meðal annars viðtal við Heimi Bates sem fór í raunfærnimat hjá Fræðsluneti Suðurlands. Gils Einarsson tók saman stutt ágrip af sögu Kaupfélaganna á Suðurlandi. Aftast í blaðinu er sagt frá afsláttarkjörum fyrir félagsmenn. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í blaðinu hægra megin á heimasíðunni.