Við vinnum fyrir þig

Translate to

Eljan er komin út

Eljan kom út á föstudag og verður dreift til félagsmanna í vikunni. Í þessu síðasta tölublaði ársins er víða komið við. Í haust var haldið ASÍ–UNG þing þar sem rædd voru ýmis mál sem tengjast hagsmunum ungs fólks. Kristín Hlíf Ríkharðsdóttir og Eva Dögg Hjaltadóttir lýsa upplifun sinni af þinginu. Gils Einarsson tók saman ágrip af sögu Mjólkurbús Flóamanna. Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni og í blaðinu má finna grein um þau mál. Í nóvember mættu um 60 manns á trúnaðarmannaráðstefnu og í blaðinu eru viðtöl við trúnaðarmenn sem mættu á ráðstefnuna. Þar er einnig viðtal við Magnús Ragnar Magnússon trúnaðarmann á Sólheimum í Grímsnesi um jólahaldið og hlutverk trúnaðarmannsins.