Eljan er komin út
Í blaðinu má meðal annars finna viðtöl við tvo nýja forystumenn í verkalýðshreyfingunni,nýkjörinn formann Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Stefán Einar Stefánsson og nýráðinn framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands Kristján Bragason. Einnig er viðtal við Ágústu Guðmundsdóttur ráðgjafa hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði um þjónustu fyrir þá sem ekki geta sinnt vinnu sinni af heilsufarslegum ástæðum.
Í tilefni af þeirri ákvörðun stéttarfélöganna að endurvekja kosningu á fyrirtæki ársins er í blaðinu viðtal við mæðgurnar Ingunni Guðmundsdóttur og Þórdísi Sólmundardóttur í Pylsuvagninum á Selfossi. Pylsuvagninn hlaut viðurkenningu í könnun VMS fyrir nokkrum árum og endaði alltaf í einu af þrem efstu sætunum öll árin sem hún var gerð.
Með blaðinu fylgir síðan könnun til félagsmanna og eru þeir hvattir til að fylla hana út og taka þátt í að vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem best eru að standa sig. Seðillinn er á bls. 17 – 18 inn í blaðinu og þarf að klippa hann út, brjóta hann saman og senda í frípósti til Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi Austurvegi 56, Selfossi. Skilafrestur er 15. október nk.
Það er von ritstjórnar að þetta blað verði félagsmönnum til upplýsingar og einnig viljum við hvetja félaga til skrifa greinar og koma á framfæri ábendingum um mál sem ástæða er til að fjalla um.