Við vinnum fyrir þig

Translate to

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað? Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

Trúnaðarmenn eru mikilvægir hlekkir í starfi stéttarfélaganna og hvetjum við til kosningu trúnaðarmanna á þeim vinnustöðum þar sem ekki eru trúnaðarmenn. Heimilt er að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn ef starfsmenn eru fleiri ein 50.

Almennir kjarasamningar eru lausir um næstu áramót og er því ennþá mikilvægara að styrkja stöðu okkar á vinnustöðum með kosningu trúnaðarmanns.

Endilega hafið samband við okkur hjá Bárunni, stéttarfélagi og við komum á kosningu sem allra fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Þór í síma 4805000. Einnig er hægt að senda á netfangið baran@baran.is