Við vinnum fyrir þig

Translate to

Ert þú á aldrinum 18-35 ára ? Báran leitar að fulltrúum á Þing ASÍ UNG ! Hefur þú áhuga?

Kæru félagsmeðlimir

 

Þing ASÍ-UNG verður haldið föstudaginn 11. september nk. á Icelandair Hotel Reykjavik Natura að Nauthólsvegi, 101 Reykjavík.

Þingið hefst klukkan 10 og gert ráð fyrir því að þingslit verði klukkan 16 og við taki óformleg dagskrá sem ljúki með kvöldverði.

Stjórn ASÍ-UNG hefur samþykkt að helstu umræðuefni þingsins verði: Framtíðarsýn ASÍ-UNG og hlutverk og fyrirkomulag ungliðastarfs innan Alþýðusambandsins.

 

Báran leitar að 2 fulltrúum  á aldrinum 18-35 ára til að sita þingið fyrir hönd Bárunnar.

Annar aðilinn verður að vera fullgildur meðlimur Bárunnar en hinn ekki.

Greitt er fyrir fundarsetu, ferðir og gistingu í Reykjavík.

 

Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið drifa@baran.is