Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fæði á vinnutíma

 
Rétt er að minna á að félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags sem starfa á veitingahúsum-, skyndibitastöðum og gistihúsum eiga rétt fæði á vinnutíma þeim að kostnaðarlausu. Vinnuveitanda ber að  leggja starfsfólki til fæði á vinnutíma. Þar sem heitur matur er ekki á boðstólum og/eða starfsmaður vinnur utan hefðbundins matartíma, skal honum lagt til smurt brauð ásamt mjólk, kaffi eða te. Nokkur mál hafa borist til félagsins þar sem félagsmenn sem starfa í fyrrnefndum  starfsgreinum hafa verið rukkaðir um fæði á vinnutíma. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í kjarasamningi milli SGS og SA vegna veitinga, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða og hliðstæðrar starfssemi.