Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsfundur Bárunnar, stéttarfélags

Almennur félagsfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn í Hótel Selfoss miðvikudaginn 19. september nk. Fundurinn byrjar með kjötsúpu kl. 19:00 í boði Bárunnar, stéttarfélags.

Dagskrá:

1. Kosning fulltrúa á þing Alþýðusambands Íslands 17. – 19. október 2012.

2. Niðurstaða þjónustukönnunar Starfsgreinasambands Íslands. Hver er staða Bárunnar, stéttarfélags í samanburði við önnur félög.

3. Önnur mál.

4. Opnar umræður.

Kæru félagar mætum öll og tökum ábyrgð á eigin málum.

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags