Félagsfundur Bárunnar, stéttarfélags
Almennur félagsfundur, Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn að Austurvegi 56 Selfossi, 3. hæð mánudaginn 3. október nk. Fundurinn byrjar með kjötsúpu kl. 19:00 í boði Bárunnar, stéttarfélags.
Dagskrá:
- Kosning fulltrúa á Þing Alþýðusambands Íslands dagana 26. – 28. október 2016.
- Farið yfir könnunarviðræður um sameiningarmál milli Verslunarmannafélags Suðurlands og Bárunnar, stéttarfélags.
- Hjalti Tómasson fer yfir vinnustaðaeftirlit á Suðurlandi.
- Önnur mál.
Kæru félagar mætum öll og tökum ábyrgð á eigin málum.
Stjórn Bárunnar, stéttarfélags.