Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsfundur nk. mánudag 2. september kl 17:00

ATH LEIÐRÉTT FUNDARBOÐ !! FUNDURINN  ER KL 17:00 EN EKKI 19:00 EINS OG KOM FRAM Í DAGSKRÁNNI.

 

Næsta mánudag verður félagsfundur kl. 17:00. Drífa Snædal forseti ASÍ kemur sem gestur fundarins.

Drífu langar að hitta grasrótina og fara yfir málin með ykkur. Þetta er opinn fundur þar sem allir félagsmenn eru velkomnir .
Við hvetjum ykkur til þess að mæta og taka með ykkur aðra félagsmenn.

Kjötsúpa í boði fyrir alla !!!

Dagskrá.

  1. Kosning fulltrúa á þing Starfsgreinasambands Íslands dagana 24. – 25. október 2019.
  2. Staðan í kjarasamningum við ríkið, sveitarfélögin og fl.
  3. Önnur mál.

Hlökkum til að sjá sem flesta !!

Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags