Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsfundur þann 15. maí nk.

Almennur félagsfundur Bárunnar verður haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, 3. hæð þann 15. maí kl. 18.00.

 

Dagsskrá

  1. Tillögur stjórnar að breytingum á lögum félagsins.
  2. Tillögur um reglugerðarbreytingar: a) sjúkrasjóðs, b) orlofssjóðs c) Vinnudeilusjóðs.
  3. Tillögur stjórnar um nýjar starfs- og siðareglur Bárunnar, stéttarfélags.
  4. Tillögur stjórnar um nýjar reglur um ferðakostnað og risnu.
  5. Önnur mál

Úr lögum félagsins

30. grein: Lögum þessum má breyta á löglegum fundi í félaginu hvenær sem er , ef breytingin hefur áður verið boðuð í fundarboði og rædd á löglegum fundi. En minnst viku millibil skal þó vera á milli þeirra funda sem breytingartillögurnar eru ræddar á.

Allar breytingatillögur skulu fara fram við síðari umræðu.

Breytingarnar á lögunum ná því aðeins gildi, að þær séu samþykktar með tveim þriðju greiddra atkvæða og koma til framkvæmda er miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur staðfest þær.

Stjórnin

Tillögurnar:

Lög Báran, kynning fyrir félagsfund.

Sjúkrasjóður, kynning fyrir félagsfund.

Orlofssjóður, kynning fyrir félagsfund.

Vinnudeilusjóður, kynning fyrir félagsfund.

Starfs og siðareglur, kynning fyrir félagsfund

Reglur um ferðakostnað og risnu, kynning fyrir félagsfund.