Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsmannasjóður

 

Félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags sem starfa hjá eða hættu störfum hjá sveitarfélögum á síðasta ári, ATHUGIÐ!

Allir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélagi eða störfuðu hjá sveitarfélagi á félagssvæði Bárunnar á tímabilinu frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2023 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 10. febrúar nk. Iðgjald í sjóðinn er 1,5% af heildarlaunum.

Forsenda þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum er að Báran, stéttarfélag hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna.

Hægt er að uppfæra umbednar upplýsingar á „mínum síðum“ Bárunnar https://minarsidur.baran.is/ eða hafa samband við Báruna, stéttarfélag sem fyrst til að veita umbeðnar upplýsingar. Sími 480-5000 eða á netfangið baran@baran.is