Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsmannasjóður, nýtt eyðublað

Allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði þann 1. febrúar nk. 

Starfsgreinasamband Íslands hefur látið útbúa rafrænt eyðublað til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist viðkomandi starfsmanni. Félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélögunum á síðasta ári eru vinsamlegast beðnir um að fylla út þetta rafræna eyðublað. Nánari upplýsingar gefa starfsmenn Bárunnar, stéttarfélags í síma 480-5000 eða í gegnum tölvupóst baran@baran.is.

Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélöginvar samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.