Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsskírteini 2012

Félagsskírteini Bárunnar, stéttarfélags hefur verið sent öllum félagsmönnum. Félagsskírteinið gildir jafnframt sem afsláttarkort hjá fjölmörgum fyrirtækjum á félagssvæðinu.
Rétt er að vekja athygli á að á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi eru seldir til félagsmanna gistimiðar á Fosshótel (gildir allt árið) og Edduhótel, miðar í Hvalfjarðargöngin, Útilegukortið og Veiðikortið.

Félagar eru hvattir til að kynna sér afsláttarkjör sem eru í boði. Stéttarfélögin líta á það sem mikilvægan hluta þjónustu sinnar við félagsmenn að útvega og semja um afslætti þar sem reynslan hefur sýnt að hægt er að ná ýmsum kostnaði heimilisins umtalsvert niður séu kjörin nýtt til fulls. Það munar um hvert prósent þegar verð á vöru og þjónustu fer hækkandi.