Félagsskírteinin komin út
Félagsskírtein fyrir árið 2015 ættu nú að hafa borist í hendur félagsmanna. Skírteinið er með sama sniði og síðustu ár en á því koma meðal annars fram hvaða fyrirtæki veita félagsmönnum afslætti. Ástæða er til að þakka þessum fyrirtækjum þáttökuna og hvetjum við félagsmenn til að vera duglegir að nýta sér þá afslætti sem í boði eru. Það er líka ástæða til að hvetja félagsmenn og aðra að versla sem mest í heimabyggð. Það skapar bæði störf og framlegð sem ástæðulaust er að flytja til Reykjavíkur.