Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fjölheimar nýtt menntasetur

Nýtt mennta-, fræða- og upplýsingasetur var formlega opnað í dag í Sandvíkursetri á Selfossi. Efnt var til nafnasamkeppni vegna vígslu hússins og varð nafnið Fjölheimar fyrir valinu. Verðlaunanafnið átti Ingunn Jónsdóttir. Í tilefni dagsins færði Halldóra S. Sveinsdóttir leigutökum blóm og gjafabréf fyrir hönd Bárunnar, Vms og Fit.

Gjafabréfið inniheldur sögu Alþýðusambands Íslands. Þann 12. mars 2013, á 97 ára afmæli Alþýðusambands Íslands, kemur saga ASÍ út í tveimur bindum. Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur hefur undanfarin fimm ár unnið að ritun verksins en tilefni útgáfunnar er aldarafmæli Alþýðusambandsins 2016.