Formaður Bárunnar heimsótti fyrirtæki í uppsveitum Árnessýslu
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags og Gils Einarsson varaformaður Verslunarmannafélags Suðurlands heimsóttu fjölmörg fyrirtæki í uppsveitum Árnessýslu í gær. Nú er framundan aðal ferðamannatímabilið og fjöldinn allur af skólafólki á leið í sumarvinnu. Tilgangurinn með átakinu er að styrkja tengsl við félagsmenn í fyrirtækjum fyrir aðal vertíðina sem er framundan. Heimsótt voru framleiðslu- og ferðaþjónustufyrirtæki þar sem félagsmönnum og rekstaraðilum var boðið að fá upplýsingar um þjónustu félaganna. Í öllum fyrirtækjunum voru móttökur góðar og voru félagsmenn ánægðir með átakið og kunna vel að meta þá þjónustu sem félögin bjóða upp á. Markmiðið er að heimsækja fleiri fyrirtæki á félagssvæðinu á næstu vikum. Félagsmenn sem óska eftir að fá fulltrúa frá félögunum í heimsókn geta haft samband við Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna´á Suðurlandi í síma 480-5000.