Formenn á ferð um félagssvæðið
Í morgun heimsóttu þau, Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags og Gils Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurlands og afhentu Sunnulækjar- og Vallaskóla fyrir hönd Bárunnar, VMS og Félags iðn- og tæknigreina, að gjöf sögu Alþýðusambands Íslands í tveim bindum. Birgir Edwald skólastjóri og Olga Birna Jóhannsdóttir bókavörður tóku á móti gjöfinni fyrir hönd Sunnulækjarskóla. Einar Guðmundsson aðstoðarskólastjóri tóku á móti gjöfinni fyrir hönd Vallaskóla. Bækurnar verða varðveittar á bókasafni skólanna.